Fasteignaviðskipti snúast oft um aleigu fólks og framtíðartekjur þess. Öryggi viðskiptanna er því augljóst. Fasteignasalar (löggiltir) eru því starfsstétt sem bera mikla ábyrgð. Þeir eru opinberir sýslunarmenn samkvæmt lögum. Þeim er veittur einkaréttur samkv. 1. gr. laga um fasteignasala að stunda fasteignaviðskipti. Almenningur verður því að geta treyst því að vinnubrögð þeirra séu fagleg og að engin áhætta sé tekin. Krafa um ábyrgðartryggingu er lögð fram og að þeir séu í félagi fasteignasala og lúti eftirliti eftirlitsnefndar sem skipuð er af Dómsmálaráðherra.
Sjá staðsetningu á korti.