VEITINGAHÚS HJALTEYRI , Akureyri
27.900.000 Kr.
Fyrirtæki
0 herb.
118 m2
27.900.000
Stofur
0
Herbergi
0
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
0
Byggingaár
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

LýsingLögheimili Eignamiðlun kynnir Veitingahúsið Eyri á Hjalteyri.
Um er að ræða 118fm timburhús byggt árið 2002 auk allra tækja og búnaðar til veitingareksturs.  Undanfarið hefur veitingastaðurinn Eyri verið starfræktur í húsinu. Húsið stendur á um 1200 fm leigulóð á fallegum stað á Hjalteyri.  Allur búnaður og tæki til veitingareksturs til sölu.

Á Hjalteyri hefur byggst upp talsverð ferðaþjónusta á síðustu árum.  Á Hjalteyri er rekin hvalaskoðun frá vori fram á haust og hefur verið ört vaxandi síðustu ár.  Á Hjalteyri má finna lúxushótel, Köfunarskóla, mikið og fjölbreytt menninga-og listalíf í gömlu verksmiðjunum undir nafninu Verksmiðjan, vinnustofur listamanna og margt fl.   

Eignin skiptist í borðsal með flísum á gólfi, loft tekin upp, innfelld lýsing og fallegt útsýni út á Eyrina og út á Eyjafjörð. Viðarlitaður bar skiptir sal og eldhúsi.  Tvö salerni fyrir gesti.  Eldhús er með flísum á gólfi og er fullbúið færanlegum tækjum og kæliborðum, uppvöskunarlínu og háf, gashelluborði og gastro ofni.  Inn af eldhúsi er rými með útihurð út á baklóð, þar er í dag kælir, frystikista og stór hrærivél. 
Baðherbergi með flísum á gólfi og frístandandi sturtuklefa, hugsað fyrir starfsfólk er á milli tveggja herbergja sem nýtt hafa verið sem gistiaðstaða af fyrri eiganda. 
Stór verönd er fyrir framan húsið sem stendur í sérlega fallegu landslagi.  Stór tjörn er á bak við húsið.  Útsýni er sérlega falleg út á tjörnina á bakvið hús, út á Eyjafjörð og yfir byggingar og smábátabryggju Hjalteyrar.


Nýlega var tekið í gildi nýtt skipulag fyrir svæðið og er mikil uppbygging í skoðun á svæðinu, sérstaklega í kringum gömlu verksmiðjurnar.  Einnig hefur veitingastaðurinn í húsinu notið vaxandi vinsælda íbúa nágrannabyggðalaga og svæðið hefur mikla möguleika í ferðamennsku og þjónustu.  Við hlið veitingastaðarins er leikvöllur og útiborð.    Hugsun seljanda er að selja fasteign og allan búnað í einu lagi en það er í raun umsemjanlegt. Miklir möguleikar í sérlega fallegu umhverfi.  Stór lóð (ríflega 1.200 fm) fylgir fasteigninni sem einnig býður uppá ýmsa möguleika.

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Bergmann Löggiltur Fasteigna og skipasali í síma 630- 9000 og tölvupóstur: heimir@logheimili.is Ertu í fasteignahugleiðingum, Þarftu að selja ? Ég veiti afburða þjónustu og eftirfylgni, byggða á 13 ára starfi við fasteignasölu á Íslandi. Vegna mikillar sölu undanfarið get ég bætt við mig eignum í sölu- eða leigumeðferð. Hringdu núna í síma 630-9000 og pantaðu tíma fyrir þína eign.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Lögheimili eignamiðlun skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Ábyrg þjónusta í áratug. Lögheimili Eignamiðlun var stofnuð 2007. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum
Senda fyrirspurn vegna

VEITINGAHÚS HJALTEYRI

CAPTCHA code


Heimir Bergmann
Löggiltur fasteigna og skipasali. Löggiltur leigumiðlari.