Reykjaheiðarvegur 3, Húsavík
Tilboð
Einbýlishús
4 herb.
119,9 m2
Tilboð
Stofur
Herbergi
4
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
Byggingaár
1920
Brunabótamat
36.600.000
Fasteignamat
20.350.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Lögheimili eignamiðlun kynnir Reykjaheiðarveg 3 640 Húsavík Um er að ræða sérstaklega fallegt einbýlishús með einstakri staðsetningu við Skrúðgarð Húsavíkur.
Húsið var byggt árið 1920 en hefur verið endurnýjað að miklu leyti og fengið mjög gott viðhald.  Eignin er skráð 119,9 fm. og er á þremur hæðum og er húsið bárujárnsklætt. Fyrir framan húsið er pallur þar sem gengið er inn í forstofu sem er á miðhæð hússins. Úr forstofu er stigi þar sem hægt er að ganga upp í rishæð þar sem eru tvö svefnherbergi, eitt hjónaherbergi með hvítum innbyggðum skápum og annað minna herbergi sem er undir súð. Snyrting er upp í risinu. Parket er á gólfi á ganginum og í herbergjum á rishæðinni. Á snyrtingu eru flísar á gólfinu. Viðarpanell er í loftinu.  Á vinstri hönd þegar gengið er inn í forstofuna, er gott herbergi með tveimur gluggum og innbyggðum hvítum fataskáp. Úr forstofunni er gengið inn í eldhús sem var endurnýjað árið 2006. Innréttingin er í viðarlit með dökkri borðplötu og er innréttingin með góðu bekkjar- og skápaplássi. Borðstofa er inn af eldhúsi þar sem hægt er að ganga inn í stofu. Stofan er rúmgóð með nokkrum gluggum og er því björt og skemmtileg. Stofan var byggð við húsið árið 1997. Úr storfunni er útgengi út á timburverönd og í gróinn garð. Flísar eru í forstofu, eldhúsi og stofuholi, en parket er inn í herbergi á hæðinni og í stofunni.  Úr stofu á miðhæð er stigi niður í hálfniðurgrafinn kjallara. Þar er hol, baðherbergi, geymsla og þvottahús. Baðherbergið var endurnýjað árið 2006 og er með fallegri hvítri innréttingu og sturtu. Þvottahúsið og geymsla eru með góðum innréttingum bæði hvað varðar skápa- og bekkjarpláss. Flísar eru á gólfi í holinu og inn á baðberherbergi.


Allar nánari upplýsingar gefur:  Heimir Bergmann  Löggiltur fasteigna og leigusali í síma 630-9000 eða heimir@logheimili.is 

Viltu frítt verðmat fyrir sölu?  Get ég aðstoðað þig við sölu eða leigu íbúðar þinnar? 
Ertu í fasteignahugleiðingum, Þarftu að selja ?  Ég veiti afburða þjónustu og eftirfylgni, byggða á 13 ára  starfi við fasteignasölu á Íslandi.
Vegna mikillar sölu undanfarið get ég bætt við mig eignum í sölu- eða leigumeðferð. Hringdu núna í síma 630-9000 og pantaðu tíma fyrir þína eign. 


Frekari upplýsingar: Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign: Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila, en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali. Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lögheimili Eignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Ábyrg þjónusta í rúman áratug. Lögheimili Eignamiðlun var stofnuð 2007. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 
 
Senda fyrirspurn vegna

Reykjaheiðarvegur 3

CAPTCHA code


Heimir Bergmann
Löggiltur fasteigna og skipasali. Löggiltur leigumiðlari.