Fyrirtækjasala

Lögheimili veitir ráðgjöf.

Fyrirtækjakaup eru fjölbreytileg og forsendur fyrir slíkum kaupum geta verið byggð á mjög mismunandi þörfum þeirra sem hyggjast kaupa fyrirtæki. Allt frá því að kaupendur vilji verða sjálfs síns herrar en ekki launamenn, yfir í margslungnar fjárfestingar stærri fjárfesta sem vilja ná góðri ávöxtun með kaupum á fyrirtækjum sem þegar eru í rekstri.

Hvort sem þú ert að leita að fyrirtæki til að uppfylla eigin kröfur um sjálfstæði í rekstri eða ert fjárfestir eða fyrirtækjaeigandi sem er að leita að tækifærum til kaupa eða sameininga þá getum við hjá Lögheimili veitt ráðgjöf við slík verkefni.

Verðið þarf að vera rétt!

Við fyrirtækjakaup er hægt að nota margskonar aðferðir við að reikna út verðmæti fyrirtækissins. Því miður hefur enginn fundið upp hina einu sönnu réttu leið. Verðmætið er á endanum það sem þú ert tilbúin að greiða fyrir og seljandinn tilbúin að selja á.

Það er engu að síður hægt að setja upp nokkrar mismunandi leiðir til að nálgast áætlað verðmæti og nýta þær leiðir til að gefa sér forsendur sem þarf til að finna út áætlað verðmæti. Það er hægt að byrja á því að taka saman áætluð verðmæti eigna fyrirtækissins, tæki og lager. Það er jú það sem sá sem ætlaði að byrja rekstur frá grunni þyrfti að eiga. Fyrirtækið er því a.m.k. virði tækja og lagers. Þetta er allt hægt að sjá út úr ársreikningum og með aðstoð ráðgjafa Lögheimilis.

Næsta leið væri að meta félagið út frá tekjustreymi og gefnum margfaldara á tekjur sem ræðst oft af því í hvaða rekstri félagið er. En tekjur segja ekki allt þar sem fyrirtæki geta verið með gríðarlega miklar tekjur en ef gjöldin eru hærri en tekjurnar þá er virði félagsins ekki endilega mikið. Tekjustreymið gefur þó ákveðna mynd af því hvar fyrirtækið er statt og hvort samanburður á tekjum s.l. ára er jákvæður eða neikvæður.

EBITDA.

Framlegðin er lykilatriði, EBITDA ( Earnings before interest, taxes, depreciation and amortization) eða afkoma fyrirtækis fyrir vaxtakostnað, skatta og afskriftir. Við reiknum að sjálfsögðu með því að sá sem hyggur á fyrirtækjakaup hvort heldur sem er til þess að tryggja sér og sínum atvinnu eða sem fjárfestingu vilji að kaupverðið fáist til baka þannig að fjárfestingin skili arðsemi. Það er að þeir fjármunir sem settir eru kaupin skili viðunandi arðsemi á þeim tíma sem kaupandinn er sáttur við.

EBITDA er svo margfölduð og hún leiðrétt ef þörf er á af ráðgjöfum Lögheimilis og útkoman nýtist sem nálgun á kaupverð fyrirtækisins.

Aðrar aðferðir

Nokkrar aðrar aðferðir eru til , svo sem V/H hlutfall þ.e. verð deilt með hagnaði sem er algengara að sé stuðst við á hlutabréfamörkuðum.

Upplausnarvirði er eitthvað sem sjaldan er nýtt en þó getur verið að það sé heppilegast fyrir seljendur að fara þá leið ef t.d. fastafjármunir eru miklir en rekstrarhagnaður lítill sem enginn og framtíðarhorfur í rekstri ekki góðar t.d. vegna tæknibreytinga.

Fagmennska og traust

Kaup á fyrirtæki þarfnast ítarlegs undirbúnings og skoðunar. Lögheimili tryggir að slíkur undirbúningur sé faglegur og á öllum stigum málsins er Heimir Bergmann löggiltur fasteignasali þáttakandi í ferlinu ásamt ráðgjöfum Lögheimilis.

Viltu kaupa eða selja fyrirtæki?

Hafðu þá samband við:

Friðrik Sigurðsson fyrirtækjaráðgjafa Lögheimilis í síma: 893-1224 eða í netfangið: [email protected]

Viltu selja fyrirtæki?

Að selja fyrirtæki er stór ákvörðun og oft á tíðum einnig flókin ákvörðun ef eigendur eru margir. Við hvetjum eigendur til að fara ekki í söluferli nema að vel ígrunduðu máli.

Við gerum skriflega samninga um þau fyrirtæki sem við tökum til sölu.

Í samráði við seljendur útbúum við verðmat og leggjum á það áherslu að seljandi nýt sér ráðgjafa okkar til að finna út ásættanlegt verðmat bæði sem seljandi er sáttur við og sem Lögheimili telur líklegt til að leiða til sölu á fyrirtækinu.

Söluferli, viðræður og trúnaður. Lögheimili gerir kröfu til kaupenda að þeir skrifi undir trúnaðaryfirlýsingu vegna þeirra upplýsinga sem þeir fá í hendur vegna mögulegra kaupa. Slík trúnaðaryfirlýsing heimilar kaupanda að fara yfir þau gögn sem veitt eru við, lögmann, meðeigendur og endurskoðanda sinn.

Kauptilboð og kaupsamningur. Inga María Ottósdóttir löggiltur fasteigna og fyrirtækjasali hefur yfirumsjón með öllum frágangi skjala sem útbúin eru vegna sölu og kaupa á fyrirtækjum hjá Lögheimili.