Þrymsalir 19, 201 Kópavogur
125.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
263 m2
125.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2008
Brunabótamat
77.050.000
Fasteignamat
80.700.000

Lögheimili kynnir í einkasölu Þrymsali 19, Kópavogi.  Eignin er 4ra-6 herbergja, einbýlishús samtals 263.8fm að meðtöldum 37.3fm bílskúr. Suður verönd.  Falleg og vönduð eign á rólegum stað í námunda við fallega náttúru. Eignin er í enda á lokaðri götu.

Um er að ræða mjög fallegt einbýlishús sem saman stendur af forstofu, alrými, eldhúsi, stofu sem og borðstofu, hjónaherbergi, 3 svefnherbergjum, baðherbergi. Einnig er kjallari en þar er hobbý herbergi / sjónvarpsherbergi. Rúmgóður bílskúr. 
Góð lofthæð í alrými með þakgluggum sem gefa fallega birtu inn í húsið. 

***LAUS VIÐ KAUPSAMNING***

Nánari lýsing:
Forstofa:
Flísar á gólfi og góður fataskápur.
Eldhús: Stórt og rúmgott eldhús með hvítri innréttingu og eyju. Vönduð tæki. Flísar á gólfi og góð lofthæð
Stofa sem og borðstofa:
Flísar á gólfi og útgangur út á suður verönd sem er steypt og girt af.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi og góður fataskápur.
Svefnherbergi:  2 svefnherbergi  með parket og á gólfi. Fataskápar.
Sjónvarpsherbergi: Flísar á gólfi. Auðveld að breyta þessu í svefnherbergi.
Hobbyherbergi: ca38fm hobbyherbergi / Sjónvarpsherbergi með flísum í kjallara.

Einnig er gesta salerni við forstofu. Innangengt er í 32.7fm bílskúr úr forstofu.

Fallegt steypt verönd með góðu útsýni og við fallega óspilta nátturuna.

Allar nánari upplýsingar gefur:
Ólafur Sævarsson, Lögg.fasteignasali í síma 820-0303 eða [email protected]


Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Lögheimili Eignamiðlun skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.