Villamartín / calle de almeria , 953 Óþekkt
Tilboð
Raðhús/ Raðhús á tveimur hæðum
3 herb.
70 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2004
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

Lögheimili á Spáni kynnir:  Til leigu í skammtíma eða langtíma leigu. Þetta skemmtilega raðhús sem er staðsett í El Galán hverfinu, Blue Lagoon  sem liggur skammt frá Villamartín, Campoamor og Las Ramblas golf-, og íbúðar svæðunum.    Eignin telur 75,68 m2 auk verandar, svala  í suður út úr hjónaherbergi sem er með útsýni til sjávar, 2 svefnherbergi tvö WC stofa og eldhús. Sér þvottahús og geymsla. Einkabílastæði á lóð auk ný uppgerðar sundlaugar sem er á sameiginlegu svæði húsfélagsins við enda raðhúsalengjunnar.
Í göngufæri er hægt að sækja alla þjónustu og stutt að ganga á veitingastaði, kaffihús og bari auk þess sem að einka grunn,- og framhaldsskóli er í næsta nágrenni þar sem kennsla fer fram á ensku og spænsku.  
Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin skammt frá, þar sem þín bíður mikið úrval verslana í yfir 80.000 m2 verslunarhúsnæði. Þá má nefna að heilbrigðisþjónusta hins margrómaða Torrevieja spítala sem er í 15 mínútna akstursfjarlægð að heiman.  Hafir þú áhuga á að spila golf, þá ertu komin á rétta staðinn, en innan við 4 km radíus er að finna fjóra 18 holu golfvelli, s.s. Villamartin, Campoamor Real Golf, Las Ramblas og Las Colinas.  Og fyrir sólarunnendur þá ertu í einungis nokkura mínútna ökufjarlægð frá kílómetra löngum breiðum af fínum ströndum sem hafa fengið vottun Evrópusambandsins fyrir gæði sjávar og þjónustu í formi Bláa fánans.
Allar nánari uppl veitir   Heimir Bergmann Löggiltur fasteigna og skipasali í síma 630-9000 og tölvupóstur: [email protected]  

Ertu í fasteignahugleiðingum, Þarftu að selja ?  Ég veiti afburða þjónustu og eftirfylgni, byggða á 16 ára  starfi við fasteignasölu á Íslandi.
Vegna mikillar sölu undanfarið get ég bætt við mig eignum í sölu- eða leigumeðferð. Hringdu núna í síma 630-9000 og pantaðu tíma fyrir þína eign. 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Lögheimili eignamiðlun skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Ábyrg þjónusta í áratug. Lögheimili Eignamiðlun var stofnuð 2007. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.