Silfurgata 11, 340 Stykkishólmur
Tilboð
Fjölbýli/ Tvíbýli
4 herb.
186 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1972
Brunabótamat
76.200.000
Fasteignamat
44.900.000

Möguleg skipti á eign í Reykjavík kemur til greina!
Vinsamlegast bókið skoðun [email protected] 

Lögheimili Eignamiðlun og Unnur Alexandra Sig. löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Silfurgata 11 sem er efri hæð í tvíbýli, birt stærð 186,3 fm. (Eign verður 197,7 fm skv nýrri Eignaskiptayfirlýsingu sem er nú í þinglýsingu.)

Glæsileg 4ja herbergja íbúð á 2 hæð en gengið beint inn frá bílaplani. Svalir eru í vestur og verönd/garður er austanmegin við húsið. Farið var í miklar framkvæmdir á húsinu og bílskúr frá 2020.


Lýsing eignar:    
Skipulag eignar er eftirfarandi : Forstofa/inngangur, þvottahús, baðherbergi, tvö barnaherbergi,  hjónaherbergi Stofa, borðstofa og eldhús. 
Nánari lýsing: 
Inngangur: er rúmgóður með flísum á gólfi og fataskáp.
Þvottahús með innréttingu og þvottavél/þurrkari í vinnuhæð.
Baðherbergi: er með innréttingu sem er með Corian borðplötu, sturta, baðkar og upphengt klósett.
Tvö barnaherbergi: með einföldum fataskápum.
Hjónaherbergi: er rúmgott og með opnu fataherbergi sem er með hillum og hengi.
Stofa og borðstofa: er björt með miklu útsýni yfir Breiðafjörðinn og er útgengt á svalir frá stofu.
Sjónvarpshol: er inni af stofu
Eldhús: er með eyju fyrir miðju. Sérsmíðuð hvítlökkuð innnrétting með hvítum Corian borðplötum, tveir ofnar, helluborð, útsýni frá eldhúsglugga yfir Breiðafjörð. 
Gólfhiti í öllum gólfum nema þvottahúsi. Steinflísar 60 x 60 eru í öllum rýmum eignarinnar og hvítlakkaðar loftaþiljur eru í loftinu. 
Rafmagn var endurnýjað árið 2020 sem og rafmagnstafla sem er staðsett á neðri hæð í þvottahúsinu. Skólp og vatnslagnir endurnýjað 2020. Skipt var um glugga 2022. Efri hæðin er klædd með Meg klæðningu að utan frá Þ. Þorgrímssyni en komin þörf á að klæða þrjár hliðar hússins.  Að sögn eiganda var skipt um þakjárn árið 2012. 
Hiti er í gangstétt fyrir framan inngang og bílskúr. 
Eigninni fylgir bílskúr og er birt stærð 47,6 fm. Bílskúr tekinn í gegn árið 2022. Ný hurð, nýjir gluggar, ný bílskúrshurð, ný báruálsklæðning og nýtt þak. Gólf er steypt. Hiti og rafmagn eru í skúr en rafmagn á eftir að endurnýja. 
Möguleiki á að gera verönd við norðurenda hússins þar sem útsýni yfir höfnina og Breiðafjörðinn er stórkostlegt.
Allar upplýsingar í söluyfirlitinu eru fengnar hjá seljendum og úr opinberum gögnum.

Nánari uppl. veitir: Unnur Alexandra Sig. löggiltur fasteignasali [email protected] sími: 788-8438 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Lögheimili eignamiðlun skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Ábyrg þjónusta í áratug. Lögheimili Eignamiðlun var stofnuð 2007. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.