Hverfisgata 99, 101 Reykjavík (Miðbær)
57.500.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
66 m2
57.500.000
Stofur
2
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1924
Brunabótamat
25.600.000
Fasteignamat
52.500.000

***LAUS STRAX***
 
Lögheimili eignamiðlun kynnir bjarta 3ja herb. íbúð á 1. hæð í fallegu húsi í miðbænum.  Skv. fasteignaskrá er íbúðin 66,4 fm.  Laus strax.  Hátt er til lofts í íbúðinni.  Tveir inngangar eru í húsið og íbúðina.  Sameiginlegur inngangur í húsið er snyrtilegur.  Íbúðin er upprunaleg, en endurnýjað var í rafmagnstöflu íbúðarinnar og dregnir í nýjir vírar að hluta til árið 2015 að sögn seljanda.  Einnig voru gluggar endurnýjaðir árið 2012.   Sturtuklefi og flísar á gólfi baðherbergis var endurnýjað árið 2021.  Lóðin er skráð eignarlóð.  Fyrirhugað fasteignamat árið 2024 er kr. 58.450.000.  Frábær staðsetning og stutt í miðbæ Reykjavíkur, verslanir, sundlaug, þjónustu og skemmtilegar gönguleiðir við sjávarsíðuna.
 
Nánari upplýsingar veitir: Eggert Ólafsson, löggiltur fasteignasali, í síma 893 1819, [email protected]
Viltu frítt verðmat fyrir sölu?  Get ég aðstoðað þig við sölu eða leigu íbúðar þinnar?
 
Nánari lýsing:

Forstofa: Með fataskáp.
Tvær stofur:  Önnur er inn af eldhúsi og með hurð fram á sameiginlegan gang.  Hin stofan er milli fyrstu stofunnar og herbergisins.
Eldhús:  Máluð, falleg eldri innrétting.
Herbergi:  Inn af elhúsi og með innangengt í aðra stofuna.
Baðherbergi:  Innrétting með viðaráferð, sturtuklefi, tengi fyrir þvottavél og opnanlegur gluggi.
Gólfefni:   Parket er á gólfum, nema á eldhúsi þar sem er dúkur og á baðherbergi eru flísar.

Annað:  Ekki er geymsla í eigninni og þarf að útbúa hana innan íbúðar.  Eignin hefur verið í útleigu óslitið frá árinu 2015.   Ekki er starfandi húsfélag í húsinu.  Húsið er hlaðið úr holsteini.  Hiti og rafmagn sameignar er á mælum íbúðarinnar og greiða aðrir eigendur skv. fyrirmælum í eignaskiptasamning.

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Lögheimili eignamiðlun því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4 til 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá. Nánari   upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.