Guðrún Hulda Ólafsdóttir
Lögmaður, fasteigna- og fyrirtækjasali, eigandi
Símanúmer 8457445 8457445 [email protected]  

 

 

 

Það kom snemma í ljós, er mér sagt, áhugi minn á viðskiptum hvers konar.  Móðir mín rak fljótt augun í áhuga minn á búðaleik hvers konar.  Ég var ekki há í lofti, Þegar ég var byrjuð að safna saman ilmvatnsglösum frá helstu tískuhúsum heimsins frá móður minn, systur hennar og ömmu.  Þegar þær komu í heimsókn raðaði ég öllum glösunum upp og setti upp „popp up verslun“ á stofugólfinu.  Ég þekkti hverja einustu tegund og undirtegund sem spurt var um og afgreiddi þær og pakkaði inn að bestu getu.  Seinna meir jókst þessi áhugi minn og fékk þessi áhugi minn byr undir báða vængi þar sem fjölskyldan mín rak í ljósa- og gjafavöruverslun á Eyrarbakka en ég hljóp í skarðið þar.

 

Ég var heldur ekki gömul þegar ég þreytti vinkonu mínar á búða- og bankaleikjum.  Ég bjó sjálf til ávísunarhefti og skrifaði út tékka eins og enginn væri morgundagurinn með bestu vinkonu minni sem aldrei hafði neinn áhuga á þessum leikjum, hvað þá framlengingum á víxlum.

 

Enn er ég í viðskiptaumhverfi, sel fasteignir, fyrirtæki, sinni skjalagerð hvers konar, lögmennsku og  hef ég verið þeirra gæfu aðnjótandi að aðstoða fólk við hinar ýmsu aðstæður, en lesa má meira um reynslu mína og fyrri störf undir flipanum „Sérþjónusta“ efst á síðunni.

  

Ég er þjónustulunduð, útsjónarsöm og heiðarleg og legg ég mig alla fram í þeim verkefnum sem ég tek að mér.  Trúnaður milli mín og viðskiptavina minna skiptir mig öllu máli og hafa allir starfsmenn Lögheimilis skrifað undir trúnaðaryfirlýsingu um það sem fram fer innan veggja fyrirtækisins.

" class="worker-details__facebook" target="_blank">