Verðskrá

GJALDSKRÁ Lögheimili Eignamiðlunar ehf

1.0. Almennt um þóknun.

1.1.

Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um endurgjald fyrir þjónustu Lögheimili Eignamiðlun ehf og gildir nema um annað hafi verið samið, þá til hækkunar eða lækkunar eftir eðli og magni viðskiptanna.

Þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar án virðisaukaskatts nema annað sé tekið fram. Virðisaukaskattur er síðan 24.0% til viðbótar þóknun samkvæmt gjaldskránni.

1.2.

Ákvörðun þóknunar mótast af þeim fjárhagslegu hagsmunum sem tengjast því verki sem unnið er að. Sé unnið að verki, þar sem ekki er sérstaklega samið um þóknun, skal þóknunin fyrir verkið ákvörðuð samkvæmt tímagjaldi. Þegar þóknun er ákvörðuð samkvæmt tímagjaldi skal tímaskrá fylgja reikningi.

Söluþóknun innifelur verðmat fasteignarinnar, gerð söluyfirlits, gerð kauptilboðs, kaupsamnings, kostnaðaruppgjörs og afsals. Fyrir auglýsingar, myndatöku og skjalaöflun greiðist sérstaklega sbr. síðar.

1.3.

Hvar sem þóknun í gjaldskrá þessari er ákveðin í krónutölu, en ekki sem hundraðshluti af verðmæti, er fjárhæð þóknunarinnar grunngjald sem breytist í samræmi við almennar verðlagsbreytingar. Þóknun fyrir unnið verk er miðuð við þá gjaldskrá sem gildir þegar reikningur fyrir verkið er gerður.

2.0. Kaup og sala.

2.1

Sala fasteigna

a. Sala fasteignar í almennri sölu er 3,50 % af söluverði eignar auk vsk.

b. Sala fasteignar í einkasölu er 2,95 % af söluverði eignar auk vsk.

c. Aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup fasteigna er 1% af söluverði auk vsk, þó aldrei lægri en kr. 550.000.- auk vsk.

d. Sala félaga og atvinnufyrirtækja 7% af heildarsölu, þ.m.t. birgðir auk vsk.

e. Sala bifreiða sem settar eru upp í kaupverð fasteigna 3,9 % af söluverði en þó aldrei lægri en kr. 85.000.- auk vsk

f. Endursala eignar sem áður hefur verið seld í makaskiptum 1,95 % af söluverði auk vsk.

g. Sala sumarhúsa 3 % af söluverði auk vsk. þó lágmarks þóknun 550.000,- auk vsk

Að auki greiðir seljandi útlagðan kostnað vegna gagnaöflunar við gerð söluyfirlits skráning á vef Lögheimilis, mbl.is og vísir.is Kr. 59,980 með vsk

Með gagnaöflun er átt við margvíslegan útlagðan kostnað sem annars vegar tengist upplýsingaöflun um eignina og hins vegar kostnað seljanda varðandi söluferlið. Dæmi um útlagðan kostnað vegna eignarinnar eru; veðbókarvottorð, veðbandsyfirlit, fasteignamatsvottorð, eignaskiptasamningar, lóðarsamningar og teikningar. Dæmi um útlagðan kostnað varðandi söluferlið eru; vottorð frá félagaskrá Hagstofunnar, þinglýsingarkostnaður vegna yfirlýsinga og umboða seljanda, útvegun veðleyfa og stöðuyfirlita hjá fjármálastofnunum og útlagður kostnaður við niðurfellingu kvaða á félagslegum íbúðum.

Makaskipti.

Við makaskipti er þóknun samkv. því er fram kemur í 2.1 A lið. Hafi önnur hvor eignin hvergi verið til sölu skal þóknun vera 1.95% af söluverði þeirrar eignar.

Hafi eign sem boðin er í makaskiptum verið í einkasölu hjá öðrum fasteignasala skal sá fasteignasali einn taka söluþóknun vegna þeirrar eignar samkvæmt söluumboði, enda áriti hann og ábyrgist eigin kaupsamning auk þess að koma fram fyrir hönd sinna umbjóðenda í tilboðs og samningsferlinu.

3.0. ÝMIS SKJALAGERÐ OG RÁÐGJÖF.

3.1.

Þóknun fyrir að fara yfir og athuga samninga og skjöl við sölu eða kaup fasteigna eða annarra eigna sem fasteignasali, lögmaður eða annar hefur gert er samkvæmt tímagjaldi.

3.2.

Í þeim tilvikum sem gerð veðleyfa, veðbandslausna, umboða, skuldabréfa og tryggingabréfa tengist ekki kaupsamningsgerð er þóknun kr. 5.000.- auk vsk fyrir hvert skjal með vottun ef við á.

3.3.

Þóknun fyrir munnlega ráðgjöf og leiðbeiningar er samkvæmt tímagjaldi.

4.0. Skoðun og verðmat fasteignar.

Fyrir verðmat á íbúðarhúsnæði sé fasteign ekki sett í sölu reiknast þóknun kr. 30.000 auk vsk.

Fyrir skoðun og skriflegt verðmat á atvinnuhúsnæði sem ekki kemur til sölumeðferðar greiðist 0,1% af verðmatsfjárhæðinni (auk virðisaukaskatts) en þó að lámarki kr. 60.000.- auk vsk. Vakin er athygli á því að gagnaöflunargjald, kr. 79.900 m/vsk leggst á viðkomandi verk.

5.0. Þóknun fyrir útleigu fasteigna.

5.1.

Þóknun fyrir gerð leigusamnings um einstakt íbúðarhúsnæði skal vera kr. 30.000.- aukvsk auk kostnaðar við gagnaöflun.

5.2.

Þóknun fyrir gerð leigusamnings um atvinnuhúsnæði skal vera grunngjald kr. 50.000.- auk vsk auk tímagjalds sem fer í viðtöl og gagnaöflun.

5.3.

Þóknun fyrir að annast milligöngu um að koma á leigusamningi skal samsvara mánaðarleigu hins leigða auk virðisaukaskatts.

5.4.

Sé leigusamningur gerður til fimm ára eða lengri tíma skal þóknunin samsvara tveggja mánaða leigu auk virðisaukaskatts.

6.0. Eignaumsýsla, skuldaskil og uppgreiðsla lána.

Þóknun fyrir vinnu við eignaumsýslu, gerð samninga um skuldaskil og uppgreiðslu lána er samkvæmt tímagjaldi, sbr. kafla 8.0. Taki fasteignasalan við fjármunum sem notast til skuldaskila greiðist fyrir það samkv. tímagjaldi en þó að lágmarki kr. 23.500.- auk/vsk

7.0. Ýmis ákvæði.

7.1

Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 56.371 auk/vsk fyrir þjónustu fasteignasölunnar vegn sem m.a. innifelur ýmiskonar ráðgjöf og aðstoð við kauptilboðsgerð, öflunar greiðslumats, þinglýsingarmeðferð kaupsamnings og afsals.

7.2

Seljandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 39.500 auk/vsk, vegna öflunar gagna um eignir, svo sem vegna veðbandayfirlita, ljósrit teikninga og ýmissa skjala.

7.3

Kostnað við gerð og birtingu auglýsinga skal viðskiptamaður greiða samkvæmt gjaldskrá viðkomandi auglýsingamiðils hverju sinni.

7.4. Kostnaður við myndatöku fagljósmyndara eru kr. 15.000 auk/vsk.

8.0. Tímagjald.

Tímagjald er kr. 23.500 pr. klst. + vsk.