Um okkur

  

Við leggjum áherslu á að mæta viðskiptavinum okkar á stað og stund sem hentar þeim og veita lausnamiðaða þjónustu. 


Starfstöðvar/skrifstofur: Lögheimili eignamiðlun ehf. rekur tvær starfstöðvar, önnur er á 1. hæð í Hlíðasmára 2, Kópavogi og hin er á Skólabraut 26, Akranesi

 

Við erum í skýjunum og því ekki með fasta opnunartíma. Flesta virka daga er einhver við á skrifstofum milli kl 10:00-16:00. Bent er á að ávallt er hægt að hafa samband í síma 530-9000 og/eða á netfanginu [email protected] 




Fasteignasalan Lögheimili eignamiðlun ehf. var stofnuð árið 2007 af Heimi Bergamann og hefur verið í fullum rekstri síðan. Fyrst um sinn var starfsstöð fasteignasölunnar í Reykjavík en frá árinu 2017 hafa þær verið tvær, í Reykjavík og á Akranesi. Á vordögum 2023 seldi Heimir Bergmann, stofnandi Lögheimilis, fyrirtækið til nýrra eigenda. Eignarhald Lögheimilis er félag í eigu Guðrúnar Huldu Ólafsdóttur, lögmanns og löggilts fasteigna, - fyrirtækja, - og skipasala. Ásamt Guðrúnu starfa á sölunni þrír aðrir reynslumiklir löggiltir fasteignasalar auk tveggja nema sem nú eru að ljúka námi til löggildingar fasteignasala og tóku sitt starfsnám hjá Lögheimili. Þeir munu formlega útskrifast sem löggiltir fasteignasalar 15. júní 2024.


Starfsstöðvar Lögheimilis eru áfram tvær, annars vegar í Hlíðasmára 2, Kópavogi og að Skólabraut 26, Akranesi. Þá er Lögheimili eignamiðlun ehf. einnig í samstarfi við Hús fasteignasölu á Selfossi og í Vestmannaeyjum, og hefur aðstöðu Í Borgarnesi ef halda þarf fundi eða vegna annarra mála. Lögheimili eignamiðlun ehf. þjónustar því nokkuð stórt svæði og fer stækkandi. Erum með eignir til sölu á Suðurlandi, Suðurnesjum, Höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi. Seljum allar gerðir eigna, íbúðar- og atvinnuhúsnæði auk sölu fyrirtæki.

 

Nútíma tækni býður upp á breytt vinnuumhverfi og breytta viðskiptahætti. VIÐ ERUM Í SKÝJUNUM og í stað þess að hafa fastan opnunartíma á skrifstofu bjóðum við viðskiptavinum okkar ákveðinn sveigjanleika og aukna þjónustu þar sem við sinnum verkefnum utan almenns opnunartíma eftir þörfum. Að auki er boðið upp á sérstaka vaktþjónustu í neyðartilfellum ef þarf að sinna útköllum vegna ýmsa mála, erfðagerninga svo eitthvað sé nefnt.

 

Á Lögheimili starfar reynslumikið starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn, m.a. á sviði fasteigna- og fyrirtækjaviðskipta, lögfræði og hönnunar. Lögheimili er í samstarfi við ýmsa trausta aðila á tengdum sviðum s.s. bókhalds- og endurskoðunar, milliganga um búslóðaflutninga og annað sem til fellur sem margir eiga erfitt með við lögheimilisskipti. Við vinnum áfram að því að bæta þjónustunet okkar enn frekar.

 

Sveigjanleg og lausnamiðuð þjónusta. Við leggjum okkur fram við að veita viðskiptavinum okkar lausnamiðaða þjónustu af bestu gerð sem tryggir seljendum ávallt rétt verð.  Til þess að ná ákveðnum árangri þá gerist oft nauðsynlegt að leiðbeina fólki um hvernig best er að koma eignum í sölulegt ástand.

 

Boðið er upp á heildarþjónustu, þegar þörf er á aðkomu lögmanns og fasteignasala geta aðilar leitað til okkar á Lögheimili þar sem hægt er að óska eftir tilboði vegna mála sem krefjast aðkomu lögmanns og fasteignasala. Þetta á við í ýmsum tilvikum, sem dæmi vegna einkaskipta dánarbúa þar sem selja þarf eignir, þörf er á ráðgjöf lögmanns vegna skipta og gerð einkaskiptayfirlýsingu. Slík heildarþjónusta fyrir erfingjum kemur sér oft mjög vel. Þessi þjónusta nýtist einnig þegar gerður er fjárskiptasamningur og selja þarf eignir til að ljúka skiptum aðila. Skjalavinnsla sem snýr að kaupmála, erfðaskrá, eða annarrar þjónustu sem kallar á þjónustu lögmanns og oft aðkomu fasteignasala. Á Lögheimili starfar lögmaður sem einnig er löggiltur fasteignasali sem og lögfræðingur sem hefur lokið námi til löggildingar fasteignasala og sinna þeir þessum málum. Hér er hægt að fá tilboð í heildarþjónustu þar sem allt verkið er unnið af sömu aðilum. Samið er um heildarupphæð og ekki er þörf á að greiða sér fyrir þau fasteignaviðskipti sem eiga sér stað og sér fyrir lögfræðiráðgjöf né skjalagerð.

 

Lagaumhverfi, fasteignasalar á  Lögheimili eignamiðlun starfa á grundvelli löggildingar samkvæmt lögum um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015 sbr. lög 131/2015. Aðstoðarmenn fasteignasala starfa á grundvelli undanþáguákvæða sömu laga um starfsheimildir nemenda sbr. 8.gr. a. og ákvæða II og IV til bráðabirgða. Við öll fasteignaviðskipti eru fasteignasalar sem starfa hjá Lögheimili og eru ábyrgðarmenn nema að fullu meðvitaðir um að aðstoðarmenn fasteignasala hafi aðeins heimild til að aðstoða sig við tiltekin verk í samræmi við ákvæði laga. Hlutverk aðstoðarmanna fasteignasala/nema til löggildingar fasteignasala, er að aðstoða við úttekt eigna og gerð söluyfirlits, aðstoða við gerð kauptilboðs, sýna fasteign og aðstoða við gerð fjárhagslegs uppgjörs. Engin ráðgjöf fer fram á vegum aðstoðarmanns fasteignasala heldur löggilts fasteignasala en aðstoðarmaður fasteignasala starfar á ábyrgð löggilts fasteignasala.

 

Lögheimili eignamiðlun starfar eftir peningaþvættisstefnu fasteignasölunnar skv. lögum nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skv. Reglugerð nr. 745/2019 um áreiðanleikakönnun vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Rekstarfélagið er skráð einkahlutafélag hjá fyrirtækjaskrá RSK.

 

Lögheimili eignamiðlun ehf. 

Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur/Skólabraut 26, 300 Akranesi.

Kt. 460709-1480.

Vsk nr. 148688.

Netfang: [email protected]

 

  

 

  

Starfsmenn

Guðrún Hulda Ólafsdóttir
Lögmaður, fasteigna- og fyrirtækjasali, eigandi
SJÁ NÁNAR
Ólafía Ólafsdóttir
fasteignasali og innanhússhönnuður
SJÁ NÁNAR
Heimir Bergmann
Fasteignasali og leigumiðlari
SJÁ NÁNAR
Eggert Ólafsson
Fasteignasali og leigumiðlari
SJÁ NÁNAR
Erla Dís Guðmundsdóttir
Nemi til löggildingar fasteignasala
SJÁ NÁNAR
Sjöfn Hilmarsdóttir
Lögfr. og nemi til löggildingar fasteignasala
SJÁ NÁNAR
Fanney Dögg Jensen
Nemi til löggildingar fasteignasala
SJÁ NÁNAR