Fjallalind 129, 201 Kópavogur
149.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
6 herb.
294 m2
149.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
6
Inngangur
Sér
Byggingaár
2002
Brunabótamat
115.240.000
Fasteignamat
189.700.000

*FIMM MJÖG RÚMGÓÐ HERBERGI OG ÖLL MEÐ BAÐHERBERGJUM*
*MÖGULEIKI Á AÐ ÚTBÚA TVÆR ÍBÚÐIR*
*GLÆSILEGT ÚTSÝNI*
*STÓR LÓÐ*

Lögheimili eignamiðlun kynnir 6 herb. einbýlishús á tveimur hæðum, innarlega í botnlanga götu.  Húsið er samkvæmt Fasteignaskrá Íslands samtals 294,5 fm. og er bílskúr skráður þar af 27,6 fm.  Bílskúr hefur verið innréttaður sem herbergi með sér baðherbergi.  Öll 5 herbergin í húsinu eru rúmgóð, yfir 20 fm. hvert á neðri hæð og með sér baðherbergjum.  Útsýni er frá efri hæð.  Stutt er í skóla, leikskóla, verslanir, Smáralind verslunar- og þjónustukjarna, kvikmyndahús, íþróttafélag, sundlaug o.fl.
 
Nánari upplýsingar veitir: Eggert Ólafsson, löggiltur fasteignasali, í síma 893 1819, [email protected]
Viltu frítt verðmat fyrir sölu?  Get ég aðstoðað þig við sölu eða leigu íbúðar þinnar?
 
Nánari lýsing:
Neðri hæð:

Inngangur er í forstofu með fataskáp og hringstiga upp á opinn pall á efri hæð.  Inn af forstofu er hol, opið inn í forstofu og með innangengt í aðrar vistarverur.  Í eldhúsi er innrétting með viðaráferð, háfur yfir eldavél og opið inn í hol.  Innangengt er frá holi í fjögur rúmgóð svefnherbergi, öll með sér baðherbergi með sturtu, flísalögð, þar af eitt sem er skráð bílskúr og er útgengt frá þeim á lóð.  Stór köld útigeymsla, ca. 22 fm. að sögn seljanda, er á neðri hæð.  Niðurlímt parket er á gólfum, nema á forstofu, baðherbergjum og herbergi í bílskúr þar sem eru flísar.
Efri hæð:
Hringstigi liggur frá forstofu á neðri hæð upp á opinn pall í opnu rými.  Stofa er opin inn í eldhús og með útgengt á rúmgóðar svalir með útsýni.  Í eldhúsi er innrétting með viðaráferð, innbyggð uppþvottavél, eyja yfir keramikhellum, hátt til lofts og með þakglugga.  Inn af opna rýminu er herbergi með fataskáp og innangengt í rúmgott baðherbergi með stórri flísalagðri sturtu, hornbaðkari og glugga.  Inngangur er einnig frá sólpalli á efri hæð, í forstofu er með fataskáp.  Gestasnyrting með flísum upp veggi og þvottaherbergi með innréttingu eru inn af forstofu.  Niðurlímt parket er á gólfum, nema á forstofu, eldhúsi, baðherbergi, gestasnyrtingu og þvottahúsi þar sem eru flísar.

Annað:  Skv. Fasteignaskrá Íslands er íbúð á jarðhæð 110 fm., geymsla 22,5 fm., efri hæð 134,4 fm. og bílskúr 27,6 fm. eða samtals 294,5 fm.  Það lak með þakglugga fyrir nokkrum árum, en búið er að koma í veg fyrir lekann að sögn seljanda, a.m.k. tímabundið.  Útveggir eru úr einingum.  Skipulagi hefur verið breytt frá teikningu.  Kaupanda er bent á að sækja þarf um leyfi, ef ætlunin er að breyta húsnæðinu, t.d. á neðri hæð í stúdíóíbúðir, eða húsinu í tvær íbúðir.  Bílskúr er innréttaður sem herbergi með snyrtingu.

Upplýsingar seljanda um byggarlag hússins o.fl.:
 1. Norskt hvítt sement og kvartssandur járnabundinn, 5 cm. er í kápu hússins.
 2. Holplötur með einangrun í götum er milli hæða og uppi þar sem þær halda timburþakinu.
 3. Holplöturnar eru ca 50 cm. þykkar og eru sjálfberandi og því engir burðarveggir i húsinu.
 4. Allar lagnir eru utan á nema í þær sem eru í veggjum baðherbergja. Liggja lagnirnar í lofti neðri hæðar.
 5. Gaspeton gifssteinar 10 cm. eru í milliveggjum, í öllu húsinu. Veggir gifsaðir.
 6. Gluggar og hurðir eru úr sipo mahogny og parket er sapele mahogny.
 7. Stofuparketið var grunnað með hvítu eins og eik því það var svo ljóst, en hitt með rauðum grunni.
 8. Á þakinu eru tvö lög af þakdúk  frá Bitufa og ætti hann mögulega að duga í 20 ár eða lengur. Rennur eru í dúknum.
 9.  Hiti er í gólfi botnplötu og er hann frá affalli ofna.
10. Loftræsting frá baðherberjum niðri liggja til geymslunnar bakatil.
11.  Þétting við þakglugga losnaði í ofsaveðri fyrir nokkrum árum og lak þá frá glugganum.  Þyrfti að skoða þéttinguna við þakgluggann og ganga betur frá, a.m.k. fyrir næsta haust, svo ekki leki aftur.
12. Geymsluloft er m.a. yfir stofu o.fl. og gólf yfir einangrun.
13. Veggur er að jarðvegi aftan til í garði. Breytti og setti timbur og dúk. Burðarveggur var hugsaður sem aukarými fyrir heitan pott o.fl.
14.  Stoðveggir eru fjærst við loðarmörk og eru hugsaðir fyrir bílskýli með ca. 20 fm. geymslu í enda.
15. Lagnagrind er í enda og því frekar stutt í lagnir til að gera þetta.
16. Skipt hefur verið um jarðveg undir þeim stað sem bílgeymsla á að vera og einnig undir þeim stað sem frístundarými var hugsað.
17. Þarf að vera stoð undir sólpalli á burðarbita þar sem hentar næst miðju.
18. Búið er að pússa og bera á mest allt mahogny og þarf að fara yfir það á 5 til 7 ára fresti.
19. Stiginn er frá BM-Vallá og breittist reglugerðin i millitiðinni, innstig er ca. 7 cm., en á að vera 9 cm. upp við sùluna.
20. Kominn tími á ofna, Danfoss krana. Líma þarf niður laust parket sem hefur losnað við bleytu.
 
Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Lögheimili eignamiðlun því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4 til 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá. Nánari   upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.